- Advertisement -

Þrjú þúsund búa í brunagildrum

Sigurður Ingi hefur lagt lagafrumvarp sem á að koma í veg fyrir, að árið 2030, að fólk búi í atvinnuhúsnæði. Fimm manneskjur hafa látist á stuttum tíma vegna hversu slakar brunavarnir eru.  

„Markmið þessa frumvarps er fyrst og fremst að efla öryggi einstaklinga sem hafa fasta búsetu í atvinnuhúsnæði með því að fá upplýsingar um það hverjir hafi fasta búsetu í slíku húsnæði. Samkvæmt heimildum ráðuneytisins þá eru rúmlega 3.000 manns með fasta búsetu í atvinnuhúsnæði hér á landi sem er að mínu mati óásættanlegt. Þá er markmið frumvarpsins að efla öryggi viðbragðsaðila og brunavarnir í landinu. Brunavarnir í húsnæði sem þessu mættu vera betri en auka þarf úrræði stjórnvalda til að fá eigendur þessara húsa til að efla brunavarnir sínar og eins til að fá eigendur fasteigna almennt til að bæta brunavarnir,“ sagði Sigurður Ingi.

„Það skal sérstaklega tekið fram að það er markmið ríkisins að fólk skuli ekki búa í atvinnuhúsnæði og því er sett sólarlagsákvæði í lögin og gert ráð fyrir að heimild þessi falli úr gildi árið 2030. Hver skráning mun þó aðeins gilda í eitt ár og þarf viðkomandi að endurnýja skráningu sína og mun Þjóðskrá Íslands aðstoða fólk við það með því að minna fólk á það með smáskilaboðum, í gegnum island.is o.fl.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: