Þrjár konur og fimm stúlkur eru í hópi afkomenda okkar Kristborgar. Þeirra vegna, og allra annarra, fordæmi ég ofbeldi gagnvart konum. Þetta eru skelfileg mál. Hreint út sagt ömurlegt allt saman.
Ég hef hugsað mikið um alvarleikann og þetta ljóta mein í mannheimum.
Að horfa á saklaust, glatt og fallegt stúlkubarn leika sér og þurfa að hugsa að hennar bíði að stíga inn í dýragarð karla. Þessu verður að linna. Við höfum verið minnt á afleiðingarnar af brotum gegn konum og stúlkum.
Sjálfur slapp ég úr klóm barnaníðings ellefu ára, eða kannski tólf. Átakasvæðið fer aldrei að úr höfði mér. En ég slapp. Eða er það ekki? Er ekki viss um svarið.
Ég stend með eigin konum og stúlkum sem og með öllum konum og öllum stúlkum. Karlar verða að hætta að vera fávitar.
-sme