- Advertisement -

Þrír í ísköldu stríði

Fyrrum skoðanabræður deila nú sín á milli. Þriðju orkupakkinn varð til þess að það kólnaði þeirra á milli.

Hinir pólitæisku „síamstvíburar“ Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi fara allra manna fremst í baráttunni gegn orkupakkanum. Annað gegnir um fyrrum liðsfélaga þeirra, Björn Bjarnason, sem áður amaðist við öllu sem frá Evrópu kom.

Afstaða Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga hefur ruglað margan Framsóknarmanninn í ríminu sem hefur leitt til ótta innan þess flokks og eins inn í ríkisstjórnarherbergið.

Búið er að fresta afgreiðslu pakkans margfræga.

Sumir í Sjálfstæðisflokki hafa rifjað upp að þáverandi forsætisráðherra og eins þáverandi utanríkisráðherra, það eru þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi , sem ruddu leiðina að orkupakkanum alræmda.

Jæja, Gunnar Bragi skrifarí Mogga dagsins.

„Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins virðast annaðhvort haldn­ir minn­is­leysi af nýrri gráðu eða þá að þeir velja hinn svo­kallaða „alternati­ve truth“ eða „hinn sann­leik­ann“ sem áhrifa­menn vest­an við Ísland segja jafn rétt­an og sjálf­an sann­leik­ann.

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, sem nú er orðinn einn helsti talmaður Evr­ópu­sam­bands­ins, víl­ar ekki fyr­ir sér að nota „hinn sann­leik­ann“ til að fá ís­lenska þjóð til að kyngja svo­kölluðum þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

Björn tel­ur und­ir­ritaðan og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son hafa tryggt inn­leiðingu þessa pakka, sem er vit­an­lega ósatt. Þá ákvað nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra að skipa sér í hóp með þess­um helsta ráðgjafa sín­um og klapp­stýru þess að í lagi sé að ganga enda­laust að full­veld­inu.“

Björn mun örugglega svara þessari skothríð. Honum fer ekki vel að eiga ekki síðasta skotið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: