Fyrrum skoðanabræður deila nú sín á milli. Þriðju orkupakkinn varð til þess að það kólnaði þeirra á milli.
Hinir pólitæisku „síamstvíburar“ Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi fara allra manna fremst í baráttunni gegn orkupakkanum. Annað gegnir um fyrrum liðsfélaga þeirra, Björn Bjarnason, sem áður amaðist við öllu sem frá Evrópu kom.
Afstaða Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga hefur ruglað margan Framsóknarmanninn í ríminu sem hefur leitt til ótta innan þess flokks og eins inn í ríkisstjórnarherbergið.
Búið er að fresta afgreiðslu pakkans margfræga.
Sumir í Sjálfstæðisflokki hafa rifjað upp að þáverandi forsætisráðherra og eins þáverandi utanríkisráðherra, það eru þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi , sem ruddu leiðina að orkupakkanum alræmda.
Jæja, Gunnar Bragi skrifarí Mogga dagsins.
„Núverandi og fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virðast annaðhvort haldnir minnisleysi af nýrri gráðu eða þá að þeir velja hinn svokallaða „alternative truth“ eða „hinn sannleikann“ sem áhrifamenn vestan við Ísland segja jafn réttan og sjálfan sannleikann.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sem nú er orðinn einn helsti talmaður Evrópusambandsins, vílar ekki fyrir sér að nota „hinn sannleikann“ til að fá íslenska þjóð til að kyngja svokölluðum þriðja orkupakka Evrópusambandsins.
Björn telur undirritaðan og Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa tryggt innleiðingu þessa pakka, sem er vitanlega ósatt. Þá ákvað núverandi utanríkisráðherra að skipa sér í hóp með þessum helsta ráðgjafa sínum og klappstýru þess að í lagi sé að ganga endalaust að fullveldinu.“
Björn mun örugglega svara þessari skothríð. Honum fer ekki vel að eiga ekki síðasta skotið.