Mannlíf

Þríklofið menntamálaráðuneyti

By Miðjan

November 29, 2021

Ríkisstjórnin hefur rústað þeirri mynd sem var uppi af stjórnarráði Íslands. Ekki er vitað hvort ráðuneytin hafi einungis breytt um nafn eða verið aflögð og stofnað til nýrra. Það er allt í klessu.

Báknið burt var eina kosningaloforð Bjarna og hans fólks. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að stækka og auka báknið. Þetta er svo íslenskt.

Kannski er eftirtektarverðast að formönnunum þremur tókst að kljúfa menntamálaráðuneytið í þrennt. Nú er bara vonast til að allt þetta virki. Sem er með öllu óljóst.

Kosningasigur Framsóknar ætlar aldeilis að draga dilk á eftir sér.

„Það hringl með verk­efni og ráðuneyti, þar með talið með nöfn ráðuneyta, sem kynnt var í gær er þó erfitt að sjá að hægt verði að skýra að fullu nema með vís­an til póli­tískra skamm­tíma­sjón­ar­miða,“ skrifaði ráðherrann gamli í Hádegismóum