- Advertisement -

„Þreyttur á svona apagangi á Alþingi“

Óli Björn Kárason og Bjarni Benediktsson.
Smári McCarty er á því að þingnefnd Óla Björns sé einskonar erindreki fyrir fjármálaráðherrann.

„Almenningur hefur eðlilega takmarkaðan áhuga á áhættuhegðun með lífeyrissparnað sinn. Við höfum séð hana of oft. Almenningur hefur fengið nóg af fjármálaóreiðu,“ sagði Smári McCarty Pírati þegar verið var ræða um opnun áhættufjárfestinga lífeyrissjóða til styrktar hlutafjárútboði Icelandair.

„Það er eðlilegt að almenningur bregðist illa við þessar tilhögun meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar fyrir hönd hæstvirts fjármálaráðherra. Mögulega hefði almenningur brugðist við ef hann hefði heyrt af þessu plani fyrr. Ég segi fyrir mig að ég er satt að segja orðinn þreyttur á svona apagangi á Alþingi. Fólkið í landinu á eðlilega kröfu á að ákvarðanir séu teknar í þeirra þágu og það sé ekki beinlínis verið að hvetja til áhættuhegðunar lífeyrissjóðanna með skyldusparnað landsmanna í þágu tiltekins fyrirtækis, algjörlega óháð því hversu kerfislega mikilvægt það fyrirtæki kann að vera,“ sagði Smári.

„Hér er um að ræða þingmál sem var unnið í fjármálaráðuneytinu en hæstvirts fjármálaráðherra reyndi að fá efnahags- og viðskiptanefnd til að flytja málið fyrir sig. Það vekur alltaf ákveðna tortryggni mína þegar slíkt er gert og ég hef í nánast öllum tilfellum síðan ég kom á þing mótmælt slíkum málatilbúnaði þó að ég hafi vissulega í undantekningartilfellum fallist á að það sé í lagi þegar mál hafa verið nægjanlega einföld og nægilega aðkallandi. Ég mótmæli því oftast vegna þess að með því er verið að „skammhleypa“ eða stytta sér leið í þinglegu ferli og auðvitað ferli ríkisstjórnarinnar ásamt því að draga úr ábyrgð ráðherra á málinu og varpa þeirri ábyrgð yfir á þingið,“ sagði Smári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það verður að viðurkennast að nefndinni vannst ekki nægjanlegt svigrúm innan þess tíma sem gafst við vinnslu frumvarpsins til að leggja fullnægjandi mat á framangreindar tillögur og hafa um þær nauðsynlegt samráð við sérfræðinga og hagaðila,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður þingnefndarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: