Mannlíf

Þreyttasti starfsmaður Landspítalans

By Miðjan

August 06, 2021

Stefán Hrafn Hagalín sem er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, hvað sem það svo sem er, kallaði blaða- og fréttafólk „skrattakolla“ þegar hann skrifaði stjórnendum Landspítalans þar sem hann meinaði þeim að tala við aðra en sig. Stefán vill sjálfur í kastljós fjölmiðla.

Í viðtali við Moggann sagði Stefán: Varðandi orðalagið seg­ist Stefán hafa verið þreytt­ur þegar hann skrifaði tölvu­póst­inn eft­ir að hafa verið kallaður úr sum­ar­fríi sem var ekki nema fjór­ir dag­ar. Þá seg­ir Stefán að ein­ung­is hafi verið um vina­lega glettni að ræða.

Það er eins gott að Stefán þreytti Hagalín starfi bara á samskiptadeildinni.