- Advertisement -

Þreföld hækkun húsaleigu

Húsaleiga hefur hækkað mikið umfram kaupverð íbúða. Mesta breyting á leiguverði, frá maí 2017 til maí 2018, er 26 prósent hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur.

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í maí hækkað um 7,2 prósent frá maí 2017. Á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 2,9 prósent. Breytingar á leigu- og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið að allt frá árinu 2011 þegar farið var að birta vísitölu leiguverðs. Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því dró heldur sundur með þróun kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í fyrra þegar verulega dró úr hækkunum kaupverðs. Síðan hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsankans.

Hæst er leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir er í vesturhluta Reykjavíkur, þar á meðal í miðborginni.

Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 26 prósent hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Minnstu breytingarnar eru 7% lækkun á stærstu íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði og um 5% hækkun á 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: