- Advertisement -

Þráhyggjumenn kaffihúsa og stjórnarskráin

„Bankakrepp­an, sem hér heit­ir „hrunið“, skall hvarvetna á þar sem frjálst banka­kerfi var til staðar. Hvergi nema hér hófst umræða um það að breyta stjórn­ar­skrá lands af því til­efni í ein­hvers kon­ar ei­líf­an stjórn­arsátt­mála ósk­hyggju­flokka,“ skrifar Davíð Oddsson, og hirðir sýnilega ekki um mikla nákvæmni, frekar en áður, kann einhver að segja.

Ekki er hægt að taka undir að bankakreppa hafi orðið hvar sem frjálst bankakerfi er til staðar. Látum það liggja á milli hluta. Söguna skrifar hver með sínu nefi.

Fólk vildi nýja stjórnarskrá, ekki rétt?

„Stjórn­ar­skrá þarf helst að vera þannig að hægt sé að fara eft­ir henni um langa hríð. Þess vegna er þannig um hana búið að hún standi bet­ur af sér upp­hlaup fá­vísra framagosa og skamm­lífra dellu­makara í stjórn­mál­um en til að mynda lög gera og er þó nokk­ur fyr­ir­staða í þeim.“

Þarna er ekki skrifað um „fyrirmenninn“ einsog ritstjórinn gerir stundum.

„Hóp­ur þrá­hyggju­manna kaffi­hús­anna komst áfram með þessa mein­loku allt of lengi og jafn­vel sæmi­lega þroskaðir stjórn­mála­flokk­ar stilltu sér ekki upp gegn óráðshjali og bulli. Þess vegna lifði málið leng­ur og skaðaði umræðuna meir og en gerst hefði ef öfl­ugra fólk hefði verið til staðar.“

En hver er staða stjórnmálamanna nútímans?

„Það er tekið að renna upp fyr­ir kjós­end­um að ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafi nán­ast eng­in völd leng­ur, nema í orði kveðnu.“

En umræðan á Alþingi um þessi mál, hvernig er hún?

„Umræðan á Alþingi um slík atriði er þannig að mann­skemm­andi er að fylgj­ast með henni. Það er þó vitað að þar sitja enn nokkr­ir menn sem hafa burði til að slá á fá­rán­leik­ann en þeir virðast hafa gef­ist end­an­lega upp fyr­ir rugl­inu.“

Nú er mjög takmarkað hversu mikið hver og einn má styrkja stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Er það ekki fínt?

Davíð Oddsson:
„Almenningur sá bara fólkið sem hann hélt að væru andstæðir pólar í stjórnmálum kyssast fleðulega fyrir framan sjónvarpsvélarnar áður en á þeim var slökkt og það fór saman á pöbbinn á kostnað ráðuneytisins.“

„Menn fá ekki leng­ur að styðja þá stjórn­mála­menn fjár­hags­lega sem þeir treysta að standi helst fyr­ir sjón­ar­miðum sem þeir telja æski­leg. Og það þótt upp­hæðirn­ar séu svo lág­ar að þær geta engu skipt um fjár­hags­lega getu flokka til að koma sér á fram­færi. Af­leiðing­in er sú að flokk­arn­ir eru all­ir á fram­færi rík­is og sveit­ar­fé­laga. Kjós­end­ur eru neydd­ir til að standa nán­ast al­gjör­lega und­ir starf­semi flokk­anna og einnig þeirra flokka sem þeir hafa ógeð á og telja landi og þjóð til óþurft­ar. Vax­andi rík­i­s­væðing hug­ar­fars­ins þýðir sam­kvæmt gervi­v­ís­ind­un­um að talið er ósiðlegt að fólk fái að styðja flokka sem það vill styðja.“

En samt voru átök í stjórnmálunum, ekki satt?

„Al­menn­ing­ur sá bara fólkið sem hann hélt að væru and­stæðir pól­ar í stjórn­mál­um kyss­ast fleðulega fyr­ir fram­an sjón­varps­vél­arn­ar áður en á þeim var slökkt og það fór sam­an á pöbb­inn á kostnað ráðuneyt­is­ins.“

 

(Byggt á nýjasta Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: