- Advertisement -

Þrælum til að fjármagnið vaxi og dafni

Hver þjónar hverjum? Er fjármagnið að þjóna okkur?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þetta merkir að hver íbúi hafi borgar að meðaltali 225 þús. kr. í vexti af íbúðalánum í fyrra, hver fjögurra manna fjölskylda 900 þús. kr. eða 75 þús. kr. á mánuði. Að meðaltali, sumar borguðu ekkert en aðrar mikið meira. Er þetta eðlilegt og eftirsóknarvert; að fé velkist um hagkerfið á háum vöxtum, fé sem er forsenda þess að fólk geti lifað við sæmileg lífsskilyrði? Og þetta eru bara þeir vextir sem landsmenn borga vegna húsnæðisskulda; bílalán, námslán, yfirdráttarlán og önnur neyslulán eru þarna ekki meðtalin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef vaxtakostnaður vegna íbúðalána er 81 milljarður króna þá er vaxtakostnaður vegna skulda heimilanna varla minni en 130 milljarðar króna, jafnvel hærri. Og þá er ótalinn óbeinar vaxtagreiðslur; álag á allar vörur og þjónustu þar sem neytendur borgar vaxtakostnað fyrirtækja og hluti skattgreiðslna sem fer í vaxtagreiðslur hjá ríki og sveitarfélögum.

Spurningin hlýtur að vera: Hver þjónar hverjum? Er fjármagnið að þjóna okkur, tryggja að við getum búið við eins góð lífsskilyrði og kostur er? Eða erum við að þjóna fjármagninu, þræla til að halda því við og fóðra svo það geti vaxið og dafnað?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: