- Advertisement -

Þrælsótti íslenskra stjórnmálamanna

Þögn um þróun mála á heimsvísu í álykt­un­um lands­fund­ar væri vís­bend­ing um „hræðslu“, sem sá flokk­ur í ljósi allr­ar sögu sinn­ar gæti ekki verið þekkt­ur fyr­ir.

„Frá íslenzkum stjórn­völd­um heyr­ist lítið um Kína á norður­slóðum. Hvað ætli valdi? Get­ur verið að í þeirri þögn fel­ist „hræðsla“ við hið vax­andi stór­veldi í austri? Að stjórn­mála­flokk­ar og stjórn­mála­menn ótt­ist að ef styggðaryrði falli frá þeim í garð útþenslu­stefnu Kína verði þess hefnt á þann veg að það valdi eins kon­ar viðskiptalegum sárs­auka?“

Þetta er hluti greinar Styrmis Gunnarssonar í Mogga dagsins.

„En í til­viki Kína snýst þetta um að gera Kína ljóst, að Ísland ætli sér ekki að verða eins kon­ar „lepp­ríki“ þeirra í Norður­höf­um. Tónn­inn í at­huga­semd­um, sem ít­rekað hafa birtzt hér í Morg­un­blaðinu á þessu ári frá kín­versk­um sendi­mönn­um hér, bend­ir til þess að það kunni að vera nauðsyn­legt að minna á það,“ skrifar Styrmir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Seinna í greininni lítur Styrmir til Valhallar:

„Í nóv­em­ber kem­ur lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sam­an. Að vísu hljóta að óbreyttu að koma upp álita­mál um hvort hægt verði að halda hann á þeim tíma en það er annað mál.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur frá því fyr­ir lýðveld­is­stofn­un verið kjöl­fest­an í ut­an­rík­is­mál­um okk­ar Íslend­inga. Hann var leiðandi við stofn­un lýðveld­is á sín­um tíma og for­ystu­menn hans mótuðu þá ut­an­rík­is­stefnu, sem hið unga lýðveldi tók upp með þátt­töku í starfi Sam­einuðu þjóðanna, marg­vís­legu sam­starfi Vest­ur-Evr­ópuþjóða eft­ir stríð, aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu og með gerð varn­ar­samn­ings við Banda­rík­in, sem enn er í gildi.

Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með því, hvort og þá hvernig lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fjall­ar um þá nýju heims­mynd, sem hér hef­ur verið fjallað um.

Þögn um þróun mála á heimsvísu í álykt­un­um lands­fund­ar væri vís­bend­ing um „hræðslu“, sem sá flokk­ur í ljósi allr­ar sögu sinn­ar gæti ekki verið þekkt­ur fyr­ir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: