Vilhjálmur Birgisson skrifaði:
Ef málið væri ekki svona alvarlegt þá ætti þessi frétt um að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði ætli að endurskoða kjarasamning við Virðingu heima í áramótaskaupinu. Enda er þetta gervistéttarfélag stofnað af forsvarsmönnum Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði.
Að sjálfsögðu eru forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði búnir að átta sig á öllum þeim margvísulögbrotum sem þeir hafa ástundað með þessum gervi kjarasamningi við sjálfa sig.
Ég trúi ekki að alvöru fyrirtæki á veitingamarkaði hafi samvisku í að kenna sig við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði eftir þessa ólöglegu aðför að réttindum verkafólks sem starfar í þessum geira.
Þessi gjaldfelling á launakjörum og réttindum starfsfólks á veitingamarkaði er ein grófasta aðför verkafólks um langt áratugaskeið og morgunljóst að Starfsgreinasamband Íslands né Efling munu láta þessa aðför átölulaust.
Ég er „ögn“ hissa hversu lítið Samtök atvinnulífsins hafa látið hafa eftir sér yfir þessum ólöglega gervi kjarasamningi enda er verið að skekkja samkeppi hjá fyrirtækjum innan SA sem eru með löglega kjarasamninga við SGS og Eflingu fyrir umrædd störf.
Þetta eru þau atriði sem Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði sömdu við sjálfan sig til að ná niður kjörum verkafólks sem starfar á veitingamarkaði:
- Dagvinna er greidd á virkum dögum til kl. 20:00 (til kl. 17:00 hjá SGS)
- Vaktaálag á virkum kvöldum eftir kl. 20 er 31% (33% álag eftir kl. 17:00 hjá SGS)
- Dagvinna á laugardögum til kl. 16:00 (45% álag allan daginn hjá SGS)
- 31% álag á sunnudögum (45% álag hjá SGS)
- Ekkert stórhátíðarkaup
- Kjör ungmenna á aldrinum 18-21 árs eru skert
- Heimilt að gera breytingar á starfshlutfalli með viku fyrirvara (uppsagnarfrestur gildir hjá SGS)
- Réttur barnshafandi kvenna er skertur.
- Lakari veikindaréttur starfsfólks og vegna barna
- Lakari orlofsréttur
- Lakari uppsagnarfrestur
- Ekkert um sérstaka sjóði og greiðslur í þá
- Ýmis félagsleg réttindi eru skert sem og réttindi og möguleikar trúnaðarmanna á að gegna starfi sínu.
-sme