Gunnar Smári skrifar: Þessi maður var í Kveik og sagðist vera með 1.570 kr. á tímann. Starfsmannaleigan náði síðan um helmingnum af honum aftur fyrir leigu á rúmi í herbergi með mörgum mönnum, leigu á bíl sem hann deildi með mörgum öðrum, endurgreiðslu á flugfari með álagi o.s.frv. 1.570 kr. eru rétt rúmir 12 dollarar, en sem kunnugt er samdi þrælakistan Amazon í dag um að hækka lágmarkslaun sín í 15$ á tímann, það sama og gildir í flestum stærri borgum Bandaríkjanna.
Að teknu tilliti til verðlags jafngilda 1.570 krónur ekki 12 dollurum, því verðlag á Íslandi er mun hærra; heldur 9,18 dollurum.
Þessi maður er því nærri 40% lægri launum en lágmarkslaun Amazon. Síðan tekur starfsmannaleigan af honum helming launanna í uppdiktaðan kostnað, raunlaun hans eru því líklega um 6,50$ á tímann, næstum 60% undir lágmarkslaunum Amazon, sem þó hefur verið úthrópað um allan heim fyrir mannfyrirlitningu og níðingsskap gagnvart starfsfólki sínu. En svona er Ísland í dag.
Undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórn sem er fullkunnugt um ástandið, ömurleika láglaunastefnunnar og illa meðferð fyrirtækja á starfsfólki, en gerir ekki neitt.
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.