„Einkavæðing ríkiseigna þar sem fáum útvöldum eru færðar á silfurfati miklar eignir í eigu almennings er einn angi þrælahaldshagkerfisins. Svona einkavæðing er framkvæmd með einhvers konar skýringum um að viðkomandi opinberar eigur muni skila betri arði í höndum einkaaðila. Það kann að vera stundum rétt, en arðurinn af einkavæddri opinberri eign fer þá ekki í vasa fjöldans.“
Þetta er hluti af grein sem byggingarverkfræðingurinn Sigurður Sigurðsson skrifaði og birt er í Mogganum í dag. Þar segir einnig:
„Ef fáir útvaldir fá eignir almennings fyrir lítið eða ekkert eins og þegar bankarnir voru einkavæddir á Íslandi – þá er verið að færa niður lífsgæði og hag fjöldans og þrælahaldshagkerfið tekið við og nær allir Íslendingar skilgreindir sem „þurfamenn“ einkavæddu bankanna. Ef eitthvað fer úrskeiðis í einkavæðingu ríkiseigna tekur almenningur skellinn enda var bankahrunið tvöfaldur skellur á almenning, verðbætt þrælahald með tvöföldu álagi.
Þetta er bara ein hlið þrælahalds þótt nauðungarvinna, mansal og vændi séu þekktara fyrirbæri en einkavæðing ríkiseigna. Þetta er þó sami hluturinn sem í báðum tilfellum gengur út á mismunun og mannréttindabrot.
Þurfa Íslendingar að setja upp sannleiks- og sáttanefnd til að gera upp bankahrunið, sem var vel útfært þrælahald til dæmis í formi stökkbreyttra íbúðalána?“
Miðjan hefur margsinnis fjallað um þögnina um hverjir komust yfir eignirnar. Hér er ein þeirra frétta: