„Forsendur kjarasamninga eru brostnar,“ segir ráðherrann fyrrverandi, Þorsteinn Víglundsson, sem er aftur orðinn forstjóri. Eins á Þorsteinn eftirminnilega fortíð í Borgartúni 35. Húsi þrýstihópanna. Þorsteinn hefur reimt á sig gömlu skóna. Hann berst enn gegn launafólki. „ Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphafi mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ skrifar hann í Fréttablað dagsins. Það er eflaust rétt.
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ skrifar gamli baráttumaðurinn úr Borgartúni.
Að eina leiðin sé að þrengja að öllu launafólki er ólíklegt til árangurs. Margmilljóna- og milljónakarlarnir verða að ganga á undan hinu almenna launafólki. Sýna skýr fordæmi. Áður en það gerist er áróður eins og sá sem Þorsteinn setur fram, illalyktandi prump.
-sme