Það er sem sagt eðlilegt í alþjóðaviðskiptum að stunda aðferðir eins og Samherji hefur notað í Namibíu og víðar.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Við fáum það beint í æð. Hvernig leikreglur alþjóðavæðingarinnar eru. Og það er ekki fögur lýsing. Sjáum hvernig varðhundur Þorsteins Más hjá Samherja, Björgólfur Jóhannsson, lýsir alþjóðaviðskiptum: „Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi.“ Þá vitum við það. Það er sem sagt eðlilegt í alþjóðaviðskiptum að stunda aðferðir eins og Samherji hefur notað í Namibíu og víðar. Svo mörg voru þau orð og skýra sig sjálf. Íslenskir dómstólar virðast á sama máli og Björgólfur og telja þessar að ferðir eðlilegar þar sem ekkert hefur heyrst frá þeim um málið og Þorsteinn Már situr eins og saklaus engill í stóli forstjóra Samherja.