Þorsteinn ofbauð Þórhildi Sunnu. Hann hefur beðist afsökunar.
„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur ,notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í dag.
„Það er svo, eins og við vitum öll, að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi. Ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns og þakka forseta fyrir það tækifæri að fá að koma hingað upp og flytja þetta héðan úr þessum stól.“
Þú gætir haft áhuga á þessum