- Advertisement -

Þórólfur segi af sér

Krafa almennings gagnvart þessu fólki sem skaðaði kosningarnar 2017 á að vera skýr: Burt með ykkur!

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Í ljósi dóms Hæstaréttar í lögbannsmáli gegn Stundinni og Reykjavík Media á Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, að segja af sér fyrir að hafa staðið fyrir árás á frjálsar kosningar og grunnstoðir lýðræðisins. Þórólfur er innmúraður og innvígður Sjálfstæðisflokksmaður og hefur áður orðið uppvís að nota embættisvald sitt til að hafa áhrif á kosningar í von um að það komi hans flokki vel.

Ef Þórólfur segir ekki af sér á dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, að reka hann. Hún er reyndar líka innmúruð og innvígð í Sjálfstæðisflokkinn, eins og dómsmálaráðherrar hafa verið á Íslandi síðustu marga áratugina með örfáum undantekningum. Krafa almennings gagnvart þessu fólki sem skaðaði kosningarnar 2017 á að vera skýr: Burt með ykkur!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: