Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum, frá og með 1. september 2022. Ástæður uppsagnirnar eru bæði faglegar og persónulegar en fyrst og fremst snýst uppsögnin um að Covid-19 sé að mestu yfirstaðið og nýr kafli að hefjast hjá sóttvarnarlækni.
Frá þessu er greint á heimasíðu Landlæknis. Í hinum ný´ja kafla felst meðal annars að gera upp sóttvarnaraðgerðirnar hér á landi með það fyrir augum að læra af þeim til framtíðar. Starf sóttvarnarlæknis verður auglýst á næstu dögum.
„Þó að Ísland sé nú á góðum stað í Covid faraldrinum þá er honum hvergi lokið á heimsvísu og á meðan að svo er, þarf að fylgjast náið með tilkomu nýrra afbrigða veirunnar og hversu vel og lengi ónæmið sem einstaklingar hafa náð mun vara. Að auki mun koma til lögskipaðra starfsloka sóttvarnalæknis á næsta ári er hann verður sjötugur.“