Stefán Ólafsson skrifaði:
Nú loksins hafa verið birtar tölur um útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum í suðvesturkjördæmi. Þá kemur í ljós að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru með afgerandi fleiri útstrikanir en Þórður Snær Júlíusson. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda útstrikana eða færslur viðkomandi í neðra sæti. Þórður Snær var með 295 en Bjarni 544 og Þórdís Kolbrún 591. Hlutfall kjósenda viðkomandi flokks í kjördæminu er einnig sýnt. Um 3% kjósenda Samfylkingarinnar strikuðu yfir Þórð Snæ en 3,6% hjá Bjarna og 3,9% hjá Þórdísi Kolbrúnu. Þórður Snær virðist mega vel við una í þessum samanburði.