- Advertisement -

Þórdís veldur „óend­an­leg­um von­brigðum“

„Rík­is­stjórn­in sýn­ir ein­dreg­inn brota­vilja varðandi „þriðja orkupakk­ann“ og pant­ar sér ótæk „lög­fræðiálit“ til rétt­læt­ing­ar,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins í Mogganum.

„Í minni er hve auðkeypt­ir „sér­fræðing­ar“ voru í hinu öm­ur­lega Ices­a­ve-máli. Ekk­ert hef­ur laskað Sjálf­stæðis­flokk­inn eins og það mál. Og orkupakk­inn, „Icesave, taka tvö,“ er skrítn­ara, og það að horfa á vara­formann flokks­ins ger­ast þar merk­is­beri! Það veld­ur óend­an­leg­um von­brigðum. Við blas­ir að vísa því máli til þjóðar­inn­ar,“ stendur í leiðaranum.

Þarna er hraustlega skotið á Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að eldri sjálfstæðismenn sættast seint á hvernig núverandi forysta heldur á málunum.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: