Þórdís veldur „óendanlegum vonbrigðum“
„Ríkisstjórnin sýnir eindreginn brotavilja varðandi „þriðja orkupakkann“ og pantar sér ótæk „lögfræðiálit“ til réttlætingar,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins í Mogganum.
„Í minni er hve auðkeyptir „sérfræðingar“ voru í hinu ömurlega Icesave-máli. Ekkert hefur laskað Sjálfstæðisflokkinn eins og það mál. Og orkupakkinn, „Icesave, taka tvö,“ er skrítnara, og það að horfa á varaformann flokksins gerast þar merkisberi! Það veldur óendanlegum vonbrigðum. Við blasir að vísa því máli til þjóðarinnar,“ stendur í leiðaranum.
Þarna er hraustlega skotið á Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að eldri sjálfstæðismenn sættast seint á hvernig núverandi forysta heldur á málunum.