- Advertisement -

Þórdís Kolbrún og boðberi válegra tíðinda

Ragnar Önundarson skrifar:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vill draga úr lögverndun iðngreina og nemur sérstaklega staðar við bakara og ljósmyndara, skv. ábendingum OECD. Allir sem vilja vita eru meðvitaðir um að þessi stofnun tekur að sér að vera „boðberi válegra tíðinda“ og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna. Hún sendir fulltrúa sína hingað, sem grennslast fyrir um óskir stjórnvalda og skilar svo skýrslu skv. því.

Tillögurnar eiga að efla samkeppni og svo birtast ótal mál á óskalista OECD í þá veru að afnema reglur og opinbert eftirlit. Þetta er engin nýjung, við munum að fyrir hrun var uppi sterk krafa um að fyrirtækin ættu að „hafa eftirlit með sjálfum sér“. Nú er nógu langt um liðið til að aðdáendum stjórnleysisstefnunnar finnst að „snjóað hafi nægilega í sporin“ til að óhætt sé að halda þessari gömlu kreddu fram á ný.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: