„…það er auðvitað ekki alveg sanngjarnt að tala niður með þessum hætti stöðu íslensks samfélags sem er auðvitað á allan hátt með því besta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Það eigum við öll að vita hér. Því hef ég fundið mjög fyrir í mínum fyrri störfum. Þannig að þrátt fyrir að við séum með stór verkefni sem fjölskyldur í þessu landi finna fyrir þá er það heimatilbúið verkefni sem við munum geta leyst með heimatilbúnum lausnum ef við gerum það sem þarf,“ sagði Þórdís K.R. Gylfadóttir fjármálaráðherra á Alþingi í morgun.
Sennilega skiptir miklu hver er spurður hvort rétt sé hjá ráðherranum að Ísland sé það fyrirmyndarsamfélag sem hún talar um. Ekki er að efast að Ísland birtist henni með þessum hætti. Það verður ekki sagt um fólk sem á nánast hvergi heima, sefur í brunagildrum, á ekki fyrir mat flesta daga hvers mánaðar, fólk sem getur ekki veitt börnum sínum að taka þátt í félagsstarfi eða fólkið sem er í kílómetralöngum biðröðum eftir heilbrigðisþjónstu.
Svo ekki sé meira sagt.
-sme