- Advertisement -

Þórdís Kolbrún fær stjörnur í augun þegar hún talar um einkaframtakið

Hún er svartasta íhald. Líklega sá þingmaður sem er hvað lengst til hægri og ráðherra sem hefur komið ákaflega litlu í verk.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra fær stjörnur í augun þegar hún talar um einkaframtakið. Hún er svartasta íhald. Líklega sá þingmaður sem er hvað lengst til hægri og ráðherra sem hefur komið ákaflega litlu í verk. Hún sagði á Alþingi að ríkið hefði það meginhlutverk að vera súrefni fyrir einkaframtakið. „Leiðarljósið verður að vera að virkja ein­stak­lings­fram­takið til að auka aftur tekjur þjóðar­búsins. Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðar­búsins en at­hafna­frelsi; frjálst ein­stak­lings­fram­tak.“ Og „…þegar kemur að tekju­öflun þá stenst enginn at­hafna­frelsi og ein­stak­lings­fram­taki snúning. Frelsi og fram­tak eru orkan sem knýr gang­verk tekju­öflunar þjóðar­búsins,“ sagði Þór­dís.

…ríkisstjórnin hefði innanborðs trausta flokka með innri styrk og frá hægri til vinstri…

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo sagði hún…

Svo sagði hún að við þessar fordæmalausu aðstæður hefði það unnið með ríkisstjórninni að hún hefði innanborðs trausta flokka með innri styrk og frá hægri til vinstri. Flokka sem fara ekki á taugum þó gefi á bátinn. En það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Stjórnarflokkarnir hafa unnið efnahagsaðgerðirnar svo flausturslega og fálmkennt að það stendur ekki steinn yfir steini. Ekki búið að afhenda nein brúnarlán, ekki einu sinni búið að opna umsóknir um stuðningslánin sem áttu að bjarga smærri fyrirtækjum og hlutabótaleiðin sem átti að tryggja ráðningarsamband breyttist í styrk til að segja fólki upp.

Og að sjálfsögðu boðar Þórdís niðurskurð hjá hinu opinbera enda vill hún ekki að ríkið sinni neinu nema einhverjum algjörum grunnþörfum. Ríkið á fyrst og fremst að vera til þess að gera einkaframtakinu færi á að blómstra og bæta við sig auðmagni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: