Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var einstaka skýr í orðum þegar hún lýsti yfir vilja til að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokki þegar Bjarni Benediktsson hættir. Þetta gerði hún í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson, í hinum stórfína þætti, Fréttavaktinni, á Hringbraut. En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um.
Heldur kveðjuna sem Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamálaráðherra, fær frá Katrínu Jakobsdsóttur forsætisráðherra á vef Moggans. Þar segir:
„Katrín ítrekaði í viðtali við mbl.is í gær að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á sóttvarnaaðgerðum hér á landi, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra gagnrýndi í viðtali fyrr í vikunni að „svolítill snúningur“ hefði verið tekinn frá einni stefnu í aðra. Katrín var ósammála því og sagði stefnu ríkisstjórnarinnar hafa verið þá sömu frá upphafi. Enginn hafi nokkru sinni lofað veirufríu landi. „Ég hef litið svo á að ríkisstjórnin sé samstíga og beri ábyrgð á þessum ráðstöfunum,“ sagði forsætisráðherra.“
„Svolítill snúningur“. Dæmigert orðaval.