- Advertisement -

Þorbjörg miður sín eftir tónleika: „Mér fannst þetta mikill hroki og dónaskapur hjá Bubba“

Þorbjörg nokkur var ansi svekkt eftir tónleika með tónlistargoðinu sjálfu, Bubba Morthens, sem haldnir voru daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þangað fór hún afar spennt og bauð manninum sínum með en þau urðu bæði fyrir miklum vonbrigðum strax í upphafi tónleikanna.

Þorbjörg lýsir upplifun sinni í hverfishópi Mosfellinga á Facebook:

„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar Kóngurinn segir í upphafi tónleika þegar tónleikagestir vildu taka undir og syngja með gleði þessi frábæru lög og hann segir: „Þegar ég er kominn til að spila og syngja eigið þið að þegja. og Ef þið viljið tala saman getið þið farið út!!

Mér fannst þetta mikill hroki og dónaskapur hjá Bubba, er ekki vön að hann geri þetta. Ég veit að margir tónleikagestir fóru út og voru mjög sárir eftir að heyra þessi ummæli. Við elskum flest öll lögin hans og njótum þess að syngja með af gleði og innlifun en það var ekki í boði fyrr en seinni hluta tónleikanna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjölmargir hverfisbúa blanda sér í umræðuna og tjá sig undir færslu Þorbjargar. Einhverjir lýsa yfir ánægju sína með Bubba á meðan aðrir furða sig á framkomunni. María er ein þeirra ´síðarnefndu. „Þvílíkur dóni,“ segir hún. Og Birgir er henni sammála. „Hann er ekkert nema hrokinn þessi maður. Ekki skánar það með árunum,“ segir Birgir.

Ragnar er hins vegar ánægður með Kónginn. „Veit ekki með ykkur hin en ég vill hlusta á Bubba en ekki einhvern fjöldasöng tónleikagesta. Ég er alveg sammála honum en hann hefði mátt vanda orðavalið,“ segir Ragnar. Og undir það tekur Svava nokkur:

„Hann hefði mátt orða þetta á kurteisari hátt og virðingu við fólkið sem kemur að hlýða á hann en skil mjög vel þessar reglur sem hann setur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: