Fréttir

Þóra gefur ekki kost á sér

By Miðjan

March 04, 2024

Kosningar Þóra Arnljótsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta sagði hún í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gærdag.

Þóra atti kappi við Ólaf Ragnar Grímsson árið 2016. Þá hafði Ólafur Ragnar setið í sextán ár og flestir bjuggust við að hann myndi ekki gefa kost á sér á ný.

Þóra sagðist hafa verið fljót að jafna sig eftir kosningarnar. Svo var ekki með eiginmann Þóru, Svavar Halldórsson, þar sem hann, að sögn Þóru sætti allskyns ósannindum um eigin persónu.