„Það er ljóst að í þessu máli er forysta flokksins einangruð. Auðvitað á hún einhverja meðreiðarsveina, en mér sýnist þeir vera mun færri,“ segir Jón Kári og bætir við að talað hafi verið um í upphafi sumars að nota skyldi sumarið til að ræða orkupakkamálið við almenna flokksmenn. „Það var aftur á móti ekkert rætt við okkur. Menn voru að vísu á einhverju landshornaflakki.“
Þetta er úr frétt í Mogganum í dag. Þar kemur fram hverslu alvarleg staðan er. Jón Kári Jónsson, formaður félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi. Hann gengst fyrir undirskriftasöfnun flokksmanna um að fram fari atkvæðagreiðsla innan flokksins fyrir samþykkt eða synjun þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem ríkisstjórn Íslands vill innleiða.
Jón Kári segir söfnunina ganga vel. Í Mogganum segir að mikil óeining sé í röðum sjálfstæðismanna, vegna orkupakkans.
„Minn boðskapur er afskaplega stuttur – ég er ekki að þessu til að klekkja á nokkrum manni. Ég er að þessu til þess að fá fram vilja sjálfstæðismanna og um leið einhverja vitræna niðurstöðu í þetta ömurlega mál sem er að eyðileggja flokkinn.“
„Það er ljóst að í þessu máli er forysta flokksins einangruð. Auðvitað á hún einhverja meðreiðarsveina, en mér sýnist þeir vera mun færri,“ segir Jón Kári við Moggann og bætir við að talað hafi verið um í upphafi sumars að nota skyldi sumarið til að ræða orkupakkamálið við almenna flokksmenn. „Það var aftur á móti ekkert rætt við okkur. Menn voru að vísu á einhverju landshornaflakki.“
„Nei, enginn hefur látið heyra í sér þaðan. Ég hef hins vegar heyrt frá stórum hópi almennra sjálfstæðismanna og finn fyrir miklum stuðningi þaðan,“ svaraði hann um viðbrögð forystu flokksins.
Jón Kári segir, í Mogganum, marga flokksmenn upplifa afstöðu forystunnar sem svik. „Að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn inn í einhverja vegferð sem hann hefur aldrei verið á áður – að standa ekki í lappirnar þegar fullveldi þjóðarinnar er annars vegar. […] Ég bara get ekki þolað að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn á þennan stað, það bara gengur engan veginn,“ segir hann.“