- Advertisement -

„Þökk sé stóriðjum hér á landi“

Vilhjálmur Birgisson: H„érna koma fram nokkrar blákaldar staðreyndir sem mikilvægt er fyrir fólk að sjá sem hefur verið duglegt við að rakka niður stóriðjuna á Íslandi.

En Landsvirkjun hélt haustfund sinn á Selfossi þann 30. október. Margt var um manninn á fundinum og fróðleg erindi. En þessi ummæli lét forstjóri Landsvirkjunar falla í sínu erindi.

„Verðmæti Landsvirkjunar hafa verið byggð upp af stóriðju. Stóriðjan hefur borgað fyrir uppbyggingu kerfisins.“

„Samningar við stóriðjuna hafa gert Landsvirkjun að verðmætasta fyrirtæki landsins í dag.“

Takið eftir, samningar við stóriðjuna hafa gert Landsvirkjun að verðmætasta fyrirtæki landsins í dag og mikilvægt er fyrir andstæðinga stóriðjunnar að hafa þessar staðreyndir á hreinu. En eins og allir vita hafa margir andstæðingar stóriðjunnar staðið á öskrum um að verið sé að „gefa“ raforkuna til stóriðjunnar.

Já, staðreyndin er sú að Landsvirkjun er gullgæs íslensku þjóðarinnar þökk sé stóriðjum hér á landi.

Virkja þarf meira af grænni orku til að auka verðmætasköpun í íslensku samfélagi okkur öllum til hagsbóta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: