Fréttir

Þjóðkirkjan menningarlegri en RÚV

By Ritstjórn

November 30, 2019

„Af hverju eru allir svona uppteknir að því að skattgreiðendur pungi út milljörðum til að halda úti RUV en það má ekki með nokkru móti styðja Þjóðkirkjuna, sem vill nú til að er miklu menningarlegri en RUV auk þess stjórnarskráin gerir ráð fyrr því að við styðjum hana, öfugt við RUV?“

Þetta skrifaði Brynjar Níelsson þar sem hann tók þátt í umræðu um Ríkisútvarpið og framtíð þess.

„Sumir sjá eftir 5 milljörðum af skattfé sem hægt er að nýta til mikilvægra samfélagsverkefna í stað þess að nota þá í hluti sem aðrir geta séð um. Er nú ekkert flóknara en það. En fyrir þá sem líta bara á skattgreiðendur sem tekjustofn og að eðlileg samkeppni þurfi ekki að vera þegar ríkið er annars vegar, sjá auðvitað ekkert athugavert við þetta,“ bætti hann við.