Fréttir

Þjóðin talar í beinni útsendingu á sunnudaginn

By Miðjan

May 30, 2014

Sprengisandur Kosningaúrslitin, umræður og annað sem þarf verða á dagkrá í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudagsmorgun. Sigurvegarar, þeir sem ekki ná markmiðum sínum og almennar stjórnmálaumræður verða á dagskrá þáttarins.

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor og fyrrverandi borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fara yfir úrslitin, þýðingu þeirra, þróunina í stjórnmálum og annað sem við á.

Hlustendum verður heimilt að hringja inn í þáttinn og segja sína skoðun.