- Advertisement -

Þjóðin ber tjónið og á því tekjurnar

Með þessu yrðu maurapúkarnir svældir út úr greni sínu.

Ragnar Önundarson:

Jónas „stýrimaður“ flutti oft útvarpserindi á árum áður. Þegar eigendur Svartsengis höfðu gert kröfu til að fá ,,lítragjald” fyrir gufuna var ekki langt liðið frá gosinu í Vestmannaeyjum. Hann afgreiddi málið þannig að ef landeigendur gætu borgað tjónið af eldvirkni jarðar, þegar svo ber undir, þá gætu þeir gert kröfu um afraksturinn þegar um hann er að ræða. Þarna yrðu menn að vera samkvæmir sjálfum sér.

Það getur m.ö.o. enginn „átt“ orkuna (Eld) í iðrum Jarðar. Ekki heldur Vatnið sem fellur að ofan og streymir til sjávar eða vindinn (Loft) sem fer yfir. Þau reginöfl sem stundum leysast úr læðingi í formi gömlu „frumefnanna“ fjögurra eru ekki á færi neins að hemja eða bæta. Þess vegna getur enginn eignað sér þau. Þjóðin ber tjónið og á því tekjurnar, sem innheimta má sem auðlindagjald, vilji menn fela einkaaðilum hagnýtinguna.

Leiðin til að opna augu þeirra sem eru blindaðir af græðgi er bara ein: Peningahagsmunir. Leggja ber nógu hátt iðgjald „viðlagatryggingar“ á alla landeigendur, til að allt tjón af þessum náttúruöflum sé þakið til langs tima litið. Allir geti þó komist hjá greiðslunni með skýlausu afsali alls hugsanlegs tilkalls til afgjaldslausrar nýtingar.

Með þessu yrðu maurapúkarnir svældir út úr greni sínu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: