„En í kosningabaráttu geta stjórnmálaflokkar leyft sér ábyrgðarlaust hjal og innihaldslaus loforð í sinni sölu- og sýndarmennsku,“ segir meðal annars í grein eftir Brynjar Níelsson.
„Pólitík af þessu tagi á greiðan aðgang þegar búið er að sannfæra marga um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum og að útgerðarmenn hafi stolið honum eða vondir stjórnmálamenn hafa gefið hann útvöldum. Það á enginn fiskinn í sjónum, hvorki þjóðin né einstakir útgerðarmenn,“ skrifar Brynjar.