Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna og bróðirdóttir Jóns Bjarnasonar, hefur tekið við formennsku í Heimssýn af Jóni frænda sínum. Halldóra Hjaltadóttir var kjörin varaformaður og tekur við af Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. Jón og Jóhanna María sitja áfram í stjórn samtakanna.
Stjórnin er fjölmenn, einsog sjá má hér.
Meðal stjórnarmanna eru þekktir Sjálfstæðismenn, svo sem Eyþór Arnalds og Styrmir Gunnarsson.
Framsóknarmenn eru mjög áberandi í stjórninni. Þeirra þekktastir eru; Guðni Ágústsson, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Frá VG eru til dæmis Ögmundur Jónasson og Ragnar Arnalds.
Síðan má nefna Gunnlaug Ingvarsson sem um tíma var í framboði fyrir Þjóðfylkinguna fyrir kosningarnar í fyrra.