Nýir kjarasamningar Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ takast í hendur að lokinni undirskrift. Á milli þeirra situr Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda.

Greinar

Þjóðarsátt um réttlátari skiptingu gæðanna og skiptingu byrðanna?

By Miðjan

March 11, 2023

Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu skrifaði:

Þjóðarsáttin 1990 var gerð í skugga efnahagssamdráttar, eftir viðvarandi taprekstur og gjaldþrotahrinu í stærstu atvinnugreinum. Þá var ekki mikið til skiptanna.

Nú er hins vegar blússandi hagvöxtur. Hagnaðartölurnar árin 2021 og 2022 þær hæstu á öldinni. Lesum fréttir af því hvernig eigendur stærstu útgerðarfyrirtækjanna greiða sér margfalt meiri arð heldur en fyrirtækin greiða í veiðigjöld. Meeðallaun forstjóra í Kauphöllinni eru 7 milljónir á mánuði og tekjuhæsta eina prósentið tekur til sín æ stærri hluta af þjóðarkökunni.

Á sama tíma er fjöldi heimila í miklum vanda. Hlutfall þeirra sem segjast eiga mjög erfitt með að ná endum saman hefur þrefaldast á tveimur árum samkvæmt kjarakönnun Gallup og æ fleiri heimili eru rekin á yfirdrætti.

Ef það á að nást einhver þjóðarsátt verður það að vera þjóðarsátt um réttlátari skiptingu gæðanna og réttlátari skiptingu byrðanna.