- Advertisement -

Þjóðarmein sem er mann­anna verk

„Hvort er þetta mann­vonska eða for­dóm­ar eða kannski sitt lítið af hvoru sem ræður hér för?“

Inga Sæland.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skrifar áramótagrein í Moggann. Rétt eins og aðrir formenn flokka átta sem eiga sæti á Alþingi. Inga er trú sinni skoðun. Hér á eftir fer loka kaflinn í grein Ingu. Áður en við förum í ræðu kaflann er ágætt að benda á að fyrirsögn greinar Ingu er: „Skammist ykkar, vanhæfa ríkisstjórn“.

„Það ligg­ur fyr­ir að fáir kjörn­ir full­trú­ar hafa nokk­urn tím­ann á lífs­leiðinni þurft að lifa við fá­tækt. Verk þeirra sýna fram á að þeir eru ófær­ir um að setja sig í spor þeirra sem lifa í sárri neyð. Ég ef­ast ekki um að ef þeir þekktu þetta á eig­in skinni þá væri fyr­ir langa löngu búið að leiðrétta þetta þjóðarmein, þessa þjóðarskömm sem er í einu og öllu mann­anna verk.

Svo ein­kenni­legt sem það er þá virðast alltaf vera til næg­ir pen­ing­ar fyr­ir græðgina, auðvaldið og snobbið. En það eru ekki til fjár­mun­ir til að veita blásnauðu eldra fólki jóla­bón­us fyr­ir jól­in. Ég gaf stjórn­ar­flokk­un­um margoft tæki­færi til að skipta um skoðun í at­kvæðagreiðslum um jóla­bón­us til eldra fólks nú fyr­ir jól­in og færa sig yfir í mannúðina með því að skipta um skoðun og færa nei yfir í já. Allt kom fyr­ir ekki, þeim varð ekki haggað frek­ar en fyrri dag­inn og NEI var áfram NEI.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hugsið ykk­ur þá staðreynd…

Hugsið ykk­ur þá staðreynd, þann hryll­ing, að ár­lega deyja á Íslandi um hundrað ein­stak­ling­ar úr fíkni­sjúk­dómn­um. Á meðan hef­ur rík­is­stjórn­in valið að snúa baki við þess­um lífs­hættu­lega sjúk­dómi. All­ar til­lög­ur Flokks fólks­ins um aukn­ar fjár­veit­ing­ar til þeirra stofn­ana sem sinna þessu fár­veika fólki og veita þeim lífs­nauðsyn­lega meðferð hafa verið felld­ar. Þetta spegl­ar hug­ar­far rík­is­stjórn­ar sem læt­ur sér á sama standa þótt fólkið okk­ar deyi í hrönn­um vegna lífs­hættu­legs sjúk­dóms og skorts á lækn­is­hjálp. Tug­ir deyja ár­lega á biðlist­um eft­ir hjálp. Hvort er þetta mann­vonska eða for­dóm­ar eða kannski sitt lítið af hvoru sem ræður hér för?

Hvernig get­ur nokk­ur rík­is­stjórn rétt­lætt það að eyða millj­örðum í glæsi­hall­ir, er­lend­an stríðsrekst­ur og til­hæfu­laus­ar snobbráðstefn­ur á meðan þúsund­ir þurfa að treysta á hjálp­ar­stofn­an­ir til að lifa af? Eitt er víst að ég myndi aldrei sitja í slíkri stjórn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: