Bolli Héðinsson hagfræðingur gerir athugasemdir við orðræðu Þorsteins Sæmundssonar, fyrir hönd Miðflokksins, um framgönguna í orkupakkamálinu.
„Það hlýtur að vera grátlegt fyrir heiðarlega efasemdarmenn um orkupakkann að mest skuli heyrast frá þeim lukkuriddurum sem hæst hafa um nauðsyn þess að þjóðin fái notið orkuauðlinda sinna þó þeir megi ekki heyra á að það minnst að þjóðin fái notið arðsins af fiskimiðunum!
Og þeir hinir sömu lukkuriddarar, sem fara mikinn og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um orkupakkann, þó þeir virði í engu baráttuna fyrir nýrri stjórnarskrá, sem mundi auðvelda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Þú gætir haft áhuga á þessum