- Advertisement -

Þjakaðir leigjendur látnir tvíborga?

Nokkrar áhyggjur eru af málum hjá Félagsbústöðum.“

Kolbrún Baldursdóttir.

„Leigjendur eru viðkvæmur hópur og margir kvarta ekki, hafa ekki vanist að kvarta og aðrir þora hreinlega ekki að kvarta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, vegna efa um að rétt sé staðið að þegar þeir eru rukkaðir um gjöld í hússjóði og þjónustugjöld.

Kolbrún: „Óskað var eftir upplýsingum um gjald sem leigjendur Félagsbústaða eru látnir greiða í hússjóð og þjónustugjald á mánuði og fyrir hvað verið er að greiða nákvæmlega með gjaldinu. Það kemur á óvart að verið sé að rukka leigjendur fyrir rafmagn og hita og þrif og annað sem þarna er nefnt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svarið vekur upp spurningar.

Kolbrún hefur heyrt frá leigjendum að þeir greiði sjálfir reikninga fyrir þrif og rafmagn sem dæmi. Og jafnvel fyrir snjómokstur.

„Þetta svar í heild sinni vekur því upp margar spurningar og vangaveltur sem dæmi hvort ekki sé verið að seilast helst til of mikið í vasa leigjenda með öllum þessum gjöldum sem þeir eru sjálfir að hluta til að greiða beint eins og t.d. rafmagn og þrif. Þegar allt er talið, hússjóðsgjöld og þjónustugjöld ofan á leigu íbúða sem eru í afar misgóðu ástandi er hér orðið um ansi háar upphæðir að ræða. Nokkrar áhyggjur eru af málum hjá Félagsbústöðum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: