Almennt Þingmenn gerðu sér glaðan dag í febrúar sem leið. Miðjan óskaði svara við hver kostnaðurinn var og hversu mikið Alþingi greiddi. Alls kostaði veislan rétt rúmar fimm milljónir króna.
Af því greiddu þingmenn og makar þeirra tæpar 900 þúsund krónur og Alþingi það sem út af stóð, eða rúmar fjórar milljónir.
Áfengi var veitt í veislunni. Þingmenn máttu bjóða maka sínum í veisluna. Gestirnir greiddu sömu upphæð og þingmennirnir, það er 6.500 krónur.
-sme