Óskar Magnússon, rithöfundur,, landeigandi og hvað eina, tekur þátt í umræðunni um framgöngu Þingvallanefndar:
„Ég var svo heppinn að eiginkona mín bað sérstaklega um bók Ólínu í jólagjöf. Þar sparaði ég helming því ella hefði ég keypt hana handa sjálfum mér. Bókin er yndisleg, frumleg og óvenjuleg og mun lifa margar jólavertíðir og fardaga,“ skrifar Óskar.
„Hitt er þetta:
Ég hef áður sagt að Einar þjóðgarðsvörður er öndvegismaður. Það breytir þó ekki því að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var hæfari umsækjandi og henni bar starfið. Ferlið og furðulegheitin í kringum það er dæmigert fyrir það þegar menn geta ekki axlað pólitíska ábyrgð og skýla sér á bak við „fagaðila.“ Drullumallið á lokametrunum þegar umsækjendurnir tveir voru fyrirvaralaust látnir gera grein fyrir framtíðarsýn sinni, var hönnuð atburðarás og aldeilis ósæmileg.“