- Advertisement -

Þingmönnum Sjálfstæðisflokks hótað

„Fólk, sem er andvígt orkupakkanum spyr sjálft sig hvernig í ósköpunum það eigi að geta greitt þingmönnum atkvæði í prófkjöri og þess vegna kosningum…“

„Það er alveg ljóst af viðbrögðum þingmanna stjórnarflokkanna vegna þeirra umræðna, sem nú standa yfir um Orkupakka 3 að margir þeirra hafa áhyggjur. Það er skiljanlegt.“

Þannig skrifar Styrmir Gunnarsson, á styrmir.is. Víst er að orð Styrmis eru í takt við skoðanir margar Sjálfstæðismanna. Nú er gott að rifja upp samþykkt frá síðasta landsfundi flokksins:

„Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“

Flóknara er það þá ekki. Eða hvað?

Óli Björn og Styrmir. Skrif þeirra sýna betur en margt annað hversu mikil átök eru innan Sjálfstæðisflokksins.

„Ef til vill hefði það ekki átt að koma á óvart hversu grimmd­in og virðing­ar­leysið fyr­ir skoðunum annarra er mikið þegar kem­ur að þriðja orkupakk­an­um. En það er merki­legt hve sum­ir, jafn­vel sæmi­lega máls­met­andi menn, eru gjarn­ir á að forðast mál­efni, brjóta þau til mergjar og tak­ast á með rök­ræðum við þá sem eru annarr­ar skoðunar. Þeim fell­ur bet­ur að nota klisj­ur og inn­an­tóma frasa,“ þetta er meðal þess sem þingmaðurinn, Óli Björn Kárason, skrifar í Moggann í dag.

Styrmir berst gegn O3 og í raun varar hann þingmenn við:. „Eitt af því, sem gerðist þegar mest var deilt um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu var að kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem á annað borð voru andvígir aðild gátu með engu móti hugsað sér að greiða þeim frambjóðendum atkvæði í prófkjörum, sem voru hlynntir aðild, þótt þeir, fyrir utan þann málefnalega ágreining, bæru hlýjar tilfinningar til hinna sömu.“

Hótanirnar eru eflaust ekki innihaldslausar:

„Fólk, sem er andvígt orkupakkanum spyr sjálft sig hvernig í ósköpunum það eigi að geta greitt þingmönnum atkvæði í prófkjöri og þess vegna kosningum, sem ganga þvert á samþykktir flokks og yfirlýsingar fyrri tíðar (jafnvel einungis ársgamlar!). Þingmenn eru byrjaðir að verða varir við þessar tilfinningar og hafa þess vegna áhyggjur, sem er skiljanlegt.“

Og þá Óli Björn: „Eitt skýr­asta merki rökþrots er þegar gripið er til hálfsannleiks og ósann­inda. Spuna­karl­ar hafa lengi trúað því að ef nægi­lega lengi sé hamrað á ein­hverju muni al­menn­ing­ur, hægt og bít­andi, líta á staðleysu sem staðföst sann­indi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: