Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði:
„Þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa beitt sér harkalega gegn því að fólkið í landinu fái að vita hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða ríkiseignum gegnum Lindarhvol ehf.
Hér má sjá hvernig atkvæði féllu 6. mars síðastliðinn þegar Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn beittu meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja þingforseta um innihald greinargerðarinnar. Þetta var gerræðisleg afgreiðsla og hættulegt fordæmi til framtíðar (sjá nánar: https://www.visir.is/…/bannad-ad-spyrja-um-eigna-solu…).
Sömu flokkar beita sér gegn því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd um Íslandsbankamálið, mál sem snýst einnig um óboðlega umgengni við sameiginlegar eignir almennings. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“