Þingmenn voru ósammála um siðareglur
Stjórnsýsla Þrátt fyrir vilja margra þingmanna tókst ekki að setja Alþingi siðareglur á síðasta ári. Fyrirstaða annarra þingmanna var slík. Þetta upplýsti Margréti Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni, í morgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að mikilvægt sé að Alþingi ljúki vinnu við sínar siðareglur.
Margrét sagði flóknara að setja þinginu siðareglur en ríkisstjórn. Fleiri komi að siðareglum fyrir þingið og þar séu sjónarmiðin fleiri en hjá fámennri ríkisstjórn.
„Þetta er auðvitað lögbundið að ríkisstjórn skuli setja sér siðareglur og staðfesta þær og það er auðvitað stórlega ámælisvert að ríkisstjórnin hafi ekki komið því í verk, ekki síst af því að þegar þetta ákvæði er sett inn í lögin þá er það af ákveðinni ástæðu. Það er einmitt af því að hér hefur verið lögð fram rannsóknarskýrsla þar sem þetta er meðal annars gagnrýnt að slíkar reglur séu ekki staður þannig að þetta er auðvitað ekki gott mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í fyrrgreindu samtali.
„Auðvitað er þetta eitthvað sem er eðlilegt að ríkisstjórn á hverjum tíma hafi og raunar tel ég líka að það sé mjög mikilvægt að Alþingi ljúki þeirri vinnu að setja sér siðareglur, sem enn hefur ekki verið lokið.“