- Advertisement -

Þingmenn virtust ekki hafa nokkurn áhuga

Verðlagstofu skiptaverðs sem sýndi og sannaði að svindlið og svínaríið á verðlagningu á uppsjávarafla ríður ekki við einteyming.

Vilhjálmur Birgisson.

Verkalýðsfélag Akranes birtir eftirfarandi eftir heimsókn Vilhjálms Birgissonar, formanns félagsins, á fund atvinnuveganefndar Alþingis:

„Formaður félagsins vék einnig sérstaklega að verðlagningu á uppsjávarafla en það er að mati formanns ástundað stórfellt svindl enda hefur Verðlagsstofa skiptaverðs bent á það í skýrslu sem gefin var út að frá árinu 2012 til 2018 hafi verðmunur á ferskum makríl milli Íslands og Noregs verið að meðaltali 226% Íslandi í óhag.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Útgerðir sem eru með veiðar og vinnslu á sömu hendi hafa á ótrúlegan hátt komist upp með að greiða langt um lægra fiskverð miðað við Noreg og Færeyjar.

Formaður benti einnig á að þetta ætti ekki eingöngu við makríl enda hefði íslenskt skip sem nýverið landaði síld í Noregi fengið 82 krónur fyrir kílóið, á meðan útgerðir hér á landi greiða einungis í kringum 36 krónur. Útgerðir sem eru með veiðar og vinnslu á sömu hendi hafa á ótrúlegan hátt komist upp með að greiða langt um lægra fiskverð miðað við Noreg og Færeyjar.

Með þessu er ekki bara verið að hafa fé af sjómönnum heldur benti formaður þingmönnum sem sitja í atvinnuveganefnd á þá staðreynd að með þessu væri verið að hafa skatttekjur af ríkissjóði og sveitarfélögum sem og hafnargjöld, enda miðast þau við aflaverðmæti.

Formaður nefndi á fundinum að hann teldi fulla þörf á að t.d. atvinnuveganefnd myndi láta fara fram óháða rannsókn á þessu þótt vissulega megi segja að sú rannsókn hafi nú þegar verið framkvæmd af Verðlagstofu skiptaverðs sem sýndi og sannaði að svindlið og svínaríið á verðlagningu á uppsjávarafla ríður ekki við einteyming.

Á óskiljanlegan hátt virtust þingmenn ekki hafa nokkurn áhuga á þessum upplýsingum þrátt fyrir að formaður telji að frá árinu 2012 til 2018 hafi ríki og sveitarfélög orðið af nokkrum milljörðum í skatttekjur vegna þess að ekki er verið að greiða rétt fiskverð miðað við það sem önnur lönd eru að greiða fyrir sömu fisktegundir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: