- Advertisement -

Þingmenn VG í höftum

Steinunn Þóra Árnadóttir.

„Þær upplýsingar sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum varðandi sölu Íslandsbanka hafa valdið mér miklum vonbrigðum,“ skrifar Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna.

„Það er alltaf viðkvæmt og vandmeðfarið þegar samfélagslegar eigur eru seldar til einstaklinga. Því verður að ríkja fullkomið traust til slíks söluferlis. Það traust hefur nú brostið,“ skrifar hún.

Nú er búið að setja alla þingmenn Vg á sama básinn. Setja þingflokkinn í höft. Þeim ber að sættast á að Ríkisendurskoðun fari yfir athæfi Bjarna Benediktssonar. Bjarni og Katrín Jakobsdóttir sáu enga mildari leið fyrir Bjarna en þessa.

„Útilokað er annað en að fara nákvæmlega yfir það hvernig sölunni var háttað og ákvarðanir teknar. Ég tel því gríðarlega mikilvægt að Ríkisendurskoðun vinni slíka úttekt hratt og vel. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn jafnt stjórnar og stjórnarandstöðu margoft beint til hans málum til rannsóknar. Líkt og ég sagði á Alþingi í gær getur meira en verið að í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar verði svo skipuð sérstök rannsóknarnefnd, sem myndi þá njóta góðs af könnun embættisins og gæti fyllt upp í eyður. Lykilatriðið er að söluferlið verður að vera hafið yfir allan vafa. Ekki kemur til greina að selja fyrir krónu til viðbótar í bankanum fyrr en allt er komið upp á borðið varðandi þetta mál,“ skrifar Steinunn Þóra.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: