Þingmenn þrasa um þjóðaratkvæðagreiðslu
Njáll Trausti segir flugvöll í Reykjavík vera lykilinn að fá ferðamenn út á land.
Nokkrir þingmenn, undir forystu Njáls Trausta Friðbertssonar, vilja endilega að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald Reykjavíkurflugvallar.
Andrés Jónsson, þingmaður VG, spurði á móti hvort Njáll Trausti væri að sama skapi ekki til í þjóðaratkvæði um jöfnun atkvæða. Njáll Trausti kom sér undan svari.
Njáll Trausti sagði einnig að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur myndu forsendur innanlandsflugsins breytast. Nú er innanlandsflugið í vanda. Forsendurnar ganga ekki upp og vilji er til að herða enn á niðurgreiðslum.
Í greinargerðinni stendur orðrétt: „Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við stóraukna ferðaþjónustu og tækifæri eru til að dreifa ferðamönnum betur um landið í gegnum flugvöllinn.“
Þetta stangast á við allt sem rétt er. Ferðafólk fer frekar út á land geti það flogið frá sama flugvelli og það kom til. Njáll Trausti a að vita þetta, en skellir skollaeyrum.
Þeir sem skrifa upp á tillöguna með Njáli Trausta er þessir þingmenn: Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigurður Páll Jónsson og Þórunn Egilsdóttir