Þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrarnir ekki saman í liði
- segir Logi Einarsson, stjórnarandstaðan skipar eitt, ráðherrar annað og það þriðja er skipað almennir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna.
„Ég sakna ráðherranna úr þessari umræðu,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vegna umræðunnar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, „…ekki bara fyrir hönd stjórnarandstöðunnar heldur líka fyrir hönd þingmanna stjórnarinnar því að það óvænta hefur gerst að nú er ekki þessi hefðbundni díalóg, samræða milli stjórnar og stjórnarandstöðu.“
Logi sér fyrir sér óvænta liðskipan á Alþingi: „Nú eru ráðherrarnir í einu liði, stjórnarandstaðan í öðru og svo eru almennir þingmenn stjórnarinnar líka á móti ráðabruggi ríkisstjórnarinnar. Ég ætlast ekki til þess og býst ekki við því að tekið sé undir öll sjónarmið okkar. En hæstvirtir ráðherrar skulda a.m.k. samherjum sínum sem sitja sem óbreyttir þingmenn að svara ábendingum og falleinkunum sem eru gefnar í flestum meirihlutaálitum nefndanna.“
-sme