Greinar

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru…

By Miðjan

October 20, 2022

Úlfar Hauksson skrifar:

„Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki á þessari vegferð með hagsmuni vinnandi alþýðu í huga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki á þessari vegferð með frelsi og mannréttindi í huga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á þessari vegferð með þrönga sérhagsmuni í huga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á þessari vegferð með það að markmiði að veikja samstöðumátt vinnandi alþýðu gagnvart vinnuveitendum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á þessari vegferð til að veikja samningsstöðu vinnandi fólks um kaup, kjör og réttindi. Draumurinn er að ganga til bols og höfuðs á samtökum vinnandi fólks. Vega að áunnum réttindum og koma á kerfi þar sem samið er maður á mann…. einstaklingsbundið augliti til auglits án aðkomu stéttarfélaga. Með öðrum orðum… að vinnandi hendur sætti sig við það sem að þeim er rétt úr hnefa auðvaldsins. Það er hið endanlega markmið…. umræðan er hins vegar sett í söluumbúðir og skrautpappír undir merkjum frelsis og mannréttinda….!“