Fréttir

Oddvitar Sjálfstæðisflokks útiloka Viðreisn

By Miðjan

December 17, 2019

Þingmenn og ráðherrar ræddu óveðrið, vanbúnaðinn og viðbrögð á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, upplýsti að Viðreisn fái ekki að taka þátt í umræðum þingmanna í þeim kjördæmum sem flokkurinn á ekki þingmenn. Fyrstu þingmenn þeirra kjördæma, sem allir eru Sjálfstæðismenn, neita Viðreisn um að fá að sitja þá fundi.

Viðreisn er með fjóra þingmenn. Tvo í Kraganum og tvo í Reykjavík. Flokkur á því enga þingmenn í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Það er í öllum landsbyggðarkjördæmunum.

Þrátt fyrir vilja til að sitja fundina er þeim meinað það. Fyrstu þingmenn kjördæmanna eru Halldór Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson og Páll Magnússon.