- Advertisement -

Oddvitar Sjálfstæðisflokks útiloka Viðreisn

Þingmenn og ráðherrar ræddu óveðrið, vanbúnaðinn og viðbrögð á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, upplýsti að Viðreisn fái ekki að taka þátt í umræðum þingmanna í þeim kjördæmum sem flokkurinn á ekki þingmenn. Fyrstu þingmenn þeirra kjördæma, sem allir eru Sjálfstæðismenn, neita Viðreisn um að fá að sitja þá fundi.

Viðreisn er með fjóra þingmenn. Tvo í Kraganum og tvo í Reykjavík. Flokkur á því enga þingmenn í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Það er í öllum landsbyggðarkjördæmunum.

Þrátt fyrir vilja til að sitja fundina er þeim meinað það. Fyrstu þingmenn kjördæmanna eru Halldór Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson og Páll Magnússon.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: