- Advertisement -

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ í vand­ræðum

Hitt er hve fljótt þeir temja sér hroka og yf­ir­læti þegar þeir hafa náð þess­um frama.

„Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lentu í vand­ræðum síðastliðið sum­ar. Marg­ir flokks­menn höfðu talað gá­leys­is­lega um orkupakk­ann svo­nefnda, sem fæst­ir þeirra þekktu og enn færri skildu. Allt í einu upp­götvuðu for­ystu­menn í flokkn­um að í pakk­an­um var ekk­ert sem gaf ástæðu til þess að vera á móti hon­um og auk þess voru þeir með af­stöðu sinni að setja EES-sam­starfið í upp­nám.“

Þannig skrifar fyrrverandi Valhellingurinn Benedikt Jóhannesson, nú í Viðreisn. Þetta er eflaust hverju orði sannara. Margir þeirra sáust snúast í heilan hring á augabragði. Greinin er í Mogganum í dag.

„Þegar þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru einu sinni bún­ir að kom­ast að þeirri niður­stöðu að lauflétt sé að kom­ast fram hjá álita­mál­um með full­veldið með því einu að gera fyr­ir­vara gagn­vart sjálf­um sér verða ein­fald­lega færri kost­ir um varn­ir þegar kem­ur að þeirri stundu að aðild­ar­viðræðurn­ar fara aft­ur á dag­skrá. Það gæti þess vegna gerst inn­an þriggja ára.““

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það var Guðmundur Franklín Jónsson sem rifjaði þetta upp í sama blaði. Í grein sinni sagði hann þá þingmenn flokksins sem um er talað vera hryggleysingja. Ekki er annað vitað en Guðmundur sé enn í Sjálfstæðisflokki. Samt er erfitt um það að segja. Flokksfélögum mun fækkar ört.

Benedikt komst að ályktun: „Tvennt veld­ur því öðru frem­ur hve lítið álit al­menn­ing­ur hef­ur á stjórn­mála­mönn­um. Ann­ars veg­ar hve auðveld­lega þeir skipta marg­ir um skoðun, jafn­vel sann­fær­ingu, eft­ir því hvað hent­ar þeirra frama hverju sinni. Hitt er hve fljótt þeir temja sér hroka og yf­ir­læti þegar þeir hafa náð þess­um frama. Þeir tala niður til and­stæðinga og svara með skæt­ingi þegar þeir eru komn­ir í vanda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: